Fantur X-tra

Eiginleikar:
Fantur X-tra er mjög öflugt alkalískt, tvívirkt kvoðuhreinsiefni með sérstakri blöndu af yfirborðsvirkum efnum sem hafa sótthreinsandi eiginleika.
Fantur X-tra myndar þétta kvoðu sem loðir vel við og skolast jafnframt auðveldlega af.
Fantur X-tra hentar vel til þrifa á mjög óhreinum eða fitugum svæðum, s.s. á gólfum, veggjum og vélum í verksmiðum og vinnslum.
Fantur X-tra vinnur vel á harðri fitu og hentar því einnig vel til nota í kjötvinnslum.

Notkun:
Í flestum tilfellum næst góður árangur með 3-5% blöndu (3-5 dl í 10 l af vatni).
Við kvoðun eða úðun er æskilegur virknitími a.m.k. 10 mínútur og vatnshitastigið allt að 60°C.
Hafið í huga að notkun tvívirkra hreinsiefna gerir ekki notkun sótthreinsiefna óþarfa.
Athugið að góð grófhreinsun fyrir kvoðun er forsenda þess að Fantur X-tra nái að leysa sem mest um föst óhreinindi.

Athugið:
Fantur X-tra tærir ál og ýmsa aðra mjúka málma, ásamt sumum stáltegundum við hátt hitastig.
Fantur X-tra getur einni tært sumar tegundir plasts og gúmmís.

Vörunúmer: 113120 Umbúðir: 20 l brúsi
Vörunúmer: 113198 Umbúðir: 200 l tunna
Vörunúmer: 113197 Umbúðir: 1.000 l tankur