Baðsápa græn

Comments off 157 Views0


Baðsápa græn

Vöruheiti: Baðsápa græn
Vörunúmer: 106005 Umbúðir: 5 l brúsi
Vörunúmer: 106020 Umbúðir: 20 l brúsi
Vörunúmer: 106097 Umbúðir: 1000 l tunna

Notaðar eru eingöngu endurvinnanlegar umbúðir undir vöruna auk þess að umbúðir 20 l og stærri eru með skilagjaldi.

Eiginleikar:
Baðsápa græn er mild, fljótandi sápa til daglegrar húð- og hárhirðu sem bæði mýkir og verndar hörundið. Baðsápa græn gerir hárið mjúkt og viðráðanlegt. Baðsápa græn er mjög drjúg í notkun eyðir klór og hentar því vel til líkamsþvottar í sundlaugum.

Notkun:
VIÐ HÁRÞVOTT: Bleytið hárið og berið síðan sápulöginn í hárið með lófunum og nuddið hársrótina með fingurgómunum. Skolið sápuna úr.
Notið 5 – 15 ml.
VIÐ LÍKAMSÞVOTT: Bleytið húðina og berið sápulöginn á með lófunum, svamp eða þvottapoka. Skolið sápuna af.