Category Archives: Fréttir

Kenolux 10

Nýtt sótthreinsiefni fyrir matvælaiðnað

Comments off 946 Views2

Nýtt öflugt sótthreinsiefni sem auðvelt er að vinna með

Kenolox 10 er nýtt sótthreinsiefni sem er tilbúið til notkunar. Það byggir á mjólkursýru og vetnisperoxíði sem er þess valdandi að ekki þarf að skola efnið af eftir notkun.

Þessir eiginleikar vinna gegn ofskömmtun og ófullnægjandi skolun eða efnaleifum á yfirborði. Efnið er vottað gegn bakteríum, vírusum og myglu.

Þessir eiginleikar gerir það tilvalið til sótthreinsunnar á yfirborðum í matvælaiðnaði (PT04), í almannaheilbrigði (PT02) og einnig fyrir almenning.

Kenolox 10 er hægt að úða eða þoka á yfirborð

Vottuð vörn gegn eftirtöldum örverum:
Enterococcus hirae, E. coli, Pseudomonas aeruginosa, Staphylococcus aureus, noro-, adeno, poliovirus, Candida albicans

Auknir möguleikar í sérmerkingum og áfyllingum fyrir viðskiptavini

Comments off 917 Views0

Ný og öflugri áfyllingalína hjá Mjöll Frigg

Ný áfyllingalína var tekin í notkun hjá Mjöll Frigg í Júlí. Áfyllingalínan gjörbyltir framleiðsluháttum og framleiðslugetu fyrirtækisins auk þess minnka álag á starfsfólk til mikilla muna.

Á sama tíma eykur þetta möguleika okkar hjá Mjöll Frigg að breikka vöruframboð og vörulínur okkar.
Hafðu samband ef þú vilt kynna þér áfyllingarþjónustu Mjallar Friggjar.

 

Auknir valmöguleikar fyrir viðskiptavini á sérmerktum hreinlætisvörum

Við framleiðum og sérmerkjum vörur fyrir okkar viðskiptavini
Það eru fjölbreyttar umbúðir sem við meðhöndlum fyrir okkar viðskiptavini. Við önnumst áfyllingu og sérmerkingar. Ef þú ert með hugmyndir að sérmerktum vörum fyrir þitt fyrirtæki þá veita söluráðgjafar okkar þér aðstoð með ánægju.

Seitz skömmtunarbúnaður fyrir þvottaefni

Nýr skömmtunarbúnaður gjörbreytir gæðum og nýtingu

Comments off 1370 Views0

Fönn þvottahús fékk á dögunum fullkominn skömmtunarbúnað fyrir þvottaefni

Mjöll Frigg og Fönn þvottahús gerðu með sér samning um uppsetningu á fullkomnum skömmtunarbúnaði fyrir þvottaefni. Búnaðurinn kemur frá þýska þvottaefnisframleiðandanum Seitz gmbh.

Sérfræðingar komu hingað til lands til að setja upp þennan fullkomna og nákvæma skömmtunarbúnað í eitt fullkomnasta þvottahús landsins hjá Fönn.

Búnaðurinn sem um ræðir er tölvustýrður skömmtunarbúnar sem skammtar með nákvæmum hætti rétt magn af þvottaefnum í hverja þvottavél þegar hún kallar eftir því.

 

Uppsetning í höndum sérfræðinga

Þýska teymið með fumlaus vinnubrögð við uppsetningu og stillingar á nýja kerfinu sem gjörbyltir nýtingu á efnum og gæðum á öllum þvotti.

 

Eldra kerfið tekið niður

Eftir góða og dygga þjónustu víkur eldra kerfið fyrir nákvæmum tölvustýrðum skömmturum.

 

Ecodos skömmtunarbúnaður fyrir þvottaefni Ecodet Easy - Laundry9

 

Hafðu samband í síma 512-3000 eða mjollfrigg@mjollfrigg.is og sérfræðingar útfæra hentugustu og hagkvæmustu lausnina fyrir þig til að skammta þvottaefni og hreinsiefni við þínar aðstæður.

 

Mjöll Frigg öll hreinsiefni

Mjöll Frigg og Senia sameinast í eitt félag

Comments off 4748 Views0

Mjöll Frigg ehf og Senia ehf. sameinast í eitt félag

 

Hreinlætisvörufyrirtækin Mjöll Frigg ehf. og Senia ehf. sameinuðust í eitt félag 1. júní síðastliðinn.  Sameinað félag verður rekið undir kennitölu og nafni Mjallar Friggjar (430610-0580).

Senia ehf, er heildverslun og framleiðslufyrirtæki sem hefur selt hreinsiefni, efnavörur, kælimiðla, einnota vörur og tengdar vörur með mjög góðum árangri í gegnum tíðina. Senia verslar bæði með innfluttar vörur og eigin framleiðslu. Senia var stofnað 1995 sem verslun og innflutningsfyrirtæki en tók breytingum þegar starfsemi fyrirtækisins var stækkuð með kaupum á hluta úr rekstri Heildverslunar Ásgeirs Sigurðssonar ehf.

Starfsmenn Senia hafa flutt í starfsstöð Mjallar Friggjar að Norðurhellu 10 í Hafnarfirði frá og með 1. júni.  Hægt verður að ná í þá í sömu númer og áður og hægt verður að senda tölvupósta á netföng starfsmanna Senia eftir sem áður.  Pantanir sendar á pantar@senia.is munu áframsendast á pantanir@mjollfrigg.is.

Markmið sameiningarinnar er að byggja upp mun öflugra þjónustufyrirtæki í hreinlætisiðnaði, þ.e. í framleiðslu, sölu og þjónustu fyrir fyrirtækja- og stofnanamarkað auk þess að sækja inn á nýja markaði.  Starfsfólk sameinaðs fyrirtækis er staðráðið í því að styrkja og bæta þjónustu Mjallar Friggjar enn frekar ásamt því að gera samkeppnisstöðu íslenskra framleiðslufyrirtækja sterkari gagnvart innfluttum hreinlætisvörum.

Starfsmenn Mjallar Friggjar bjóða nýja samstarfsmenn velkomna í hópinn.

Richard Kristinsson, Ph.D. verður framkvæmdastjóri sameinaðs félags og Almar Eiríksson sölu- og markaðsstjóri.

 

VIROCID® – Sótthreinsun á sjúkrahúsum og stofnunum

Comments off 2634 Views0

Virocid® er hægt að nota til sótthreinsunar á sjúkrahúsum og stofnunum
Til sótthreinsunar á sjúkrahúsum eða stofnunum ber að nota Virocid í 0,25-0,5% styrkleika

Berið Virocid® lausn í ráðlögðum styrkleika á alla fleti með því að nota grófan úða, svamp eða moppu.
Flöturinn verður að fá að vera blautur í amk 10 mínútur. – Ekki nota búnað fyrr fletir hafa þornað.
Ath: ekki nota sem sótthreinsir á fleti eða tæki sem er koma beint í snertingu við mannslíkama eða í snertingu við slímhúð

VIROCID

VIROCID®: N°1 AF GÓÐRI ÁSTÆÐU

Comments off 4793 Views0

Á hverjum degi, einhvers staðar í heiminum, er Virocid® beitt með góðum árangri. Framleiðslufyrirtæki í búfjárrækt, fiskeldi, matvælavinnslu, flutningi dýra og geymslu fóðurs, velja allir að sótthreinsa með Virocid®. Í framleiðsluheiminum í dag, er öflug og samfelld sótthreinsun forgangsverkefni.

Þar sem Virocid® er beitt, eiga bakteríur, veirur, sveppi og gró ekki viðreisnar von. Fjárfesting í líf-öryggi dýra,  efna, bygginga, ökutækja og fólks er viturleg stjórnunarákvörðun og leiðir til betri framleiðslu afkomu. Því stærri sem búfjárrækt verður, því meiri hætta er á hættulegum sýkingum.

Það er því ein lausn til að fyrirbyggja þessa hrikalegu áhættu: Virocid®. Bakteríudrepandi, vírusdrepandi, sveppadrepandi og gróeyðandi áhrif Virocid® er einstakt í heiminum og er efnið í notkunarstyrkleika hættulaust fólki, dýrum og umhverfinu.

Kíkið á heimasíðu Virocid®, www.virocid.com.  til að fá frekari upplýsingar, sækja notkunarstyrkleika við hinar ýmsu aðstæður og alla þá sjúkdóma sem efnið hefur verið prófað gegn.

Mjöll Frigg er umboðsaðili fyrir Virocid á Íslandi auk allra annarra efna framleiddum af CIDLINES. CIDLINES er leiðandi framleiðandi hreinsiefna á heimsvísu. www.cidlines.com