Hreinsiefni fyrir veitingastaði og stóreldhús.

Veitingastaðir

Hreinlæti á veitingastöðum

Hreinlæti á veitingastöðum er stöðug áskorun. Mjöll Frigg tekur þeirri áskorun með viðskiptavinum og býður heildarlausnir í hreinlæti og þrifum fyrir veitingastaði. Hreinlætislausnir fyrir veitingahús eða stóreldhús innihalda þrifaáætlun, öll hreinsiefni og hreinsiáhöld. Stór þáttur í hreinlæti á veitingastöðum er hreinlæti starfsmanna sjálfra. Starfsmenn fara mjög hratt og reglulega á milli svæða og mikilvægt að fræða starfsfólk um mikilvægi hreinlætis og hvernig því skuli háttað. Sýkingar eða smit á veitingahúsum geta orðið mjög kostnaðarsöm og eyðilagt gott orðspor á örskömmum tíma.

Hreinsiefni og rekstrarvörur fyrir veitingastaði og stóreldhús:

 • Uppþvottavélaefni
 • Uppþvottalögur
 • Uppþvottavélatöflur
 • Gljái fyrir uppþvottavélar
 • Uppþvottaburstar
 • Handsótthreinsiefni
 • Handsápa
 • Alhliða eldhúshreinsiefni
 • Sótthreinsiefni
 • Ofnahreinsir
 • Grillhreinsir
 • Kaffikönnuhreinsir
 • Glerhreinsir
 • Hanskar
 • Pappír
 • Ræstiáhöld