Hreinlætisvörur fyrir fólk

Hreinsiefni fyrir fólk

Hreinsiefni fyrir fólk

Mjöll Frigg býður gott úrval af hreinsiefnum og hreinlætisvörum fyrir fólk. Persónulegt hreinlæti nær yfir öll persónuleg þrif. Hvort sem það er almenn þrif eða sótthreinsun og gerildeyðing til að viðhalda öryggi matvæla eða heilsu fólks. Hreinlæti starfsfólks og fólks sem kemur inn í fyrirtæki er mikilvægur þáttur í gæðamálum fyrirtækja. Það er því mikilvægt að hafa réttu hreinsiefnin handhæg fyrir starfsfólk og viðskiptavini.

Persónulegt hreinlæti

Hver starfsmaður þarf að taka ábyrgð á eigin hreinlæti. Persónulegt hreinlæti starfsfólks og stundum gesta getur haft gríðarleg áhrif á rekstur fyrirtækja. Fræðsla um persónulegt hreinlæti skiptir miklu máli. Ráðgjafar okkar veita ráðgjöf og halda fræðslunámskeið fyrir starfsfólk viðskiptavina okkar. Persónulegt hreinlæti er lykilþáttur t.a.m. í veitingarekstri, matvælavinnslu og sjúkrahúsum svo einhver dæmi séu tekin. Hver starfsmaður verður að hugsa um eigið hreinlæti og fara eftir leiðbeiningum til að tryggja

Hvað er persónulegt hreinlæti

Persónulegt hreinlæti er allt sem við kemur eigin þrifnaði. Í flestum snýst persónulegt hreinlæti um að fólk komi vel fyrir og sé þrifalegt. Í öðrum rekstri er persónuleg mikilvægur þáttur í að tryggja öryggi matvæla og eða fólks. Hér má lesa meira um persónulegt hreinlæti og mikilvægi þess. Hreinlæti fólks nær til  til þess að fara í sturtu, þvo og sótthreinsa hendurnar, þvo föt o.s.frv.

Hreinlætisvörur fyrir fólk

Hreinlætisvörur fyrir starfsfólk og viðskiptavini fyrirtækja er breiður vöruflokkur en þrif á fatnaði tengjast persónulegu hreinlæti með ákveðnum hætti og bendum við á vöruflokkinn þvottaefni fyrir þá sem vilja finna réttu þvottaefnin til að þvo fatnað og annað tau.

Mjöll Frigg býður alhliða ráðgjöf og breiða vörulínu fyrir hreinlæti starfsfólks og viðskiptavina:

  • Handsápur
  • Handsótthreinsiefni
  • Handáburður
  • Hanskar
  • Handþurrkur
  • Baðsápur