Hreinlætisvörur fyrir fólk

Persónulegt hreinlæti

Persónulegt hreinlæti

Mjöll Frigg býður  vörur fyrir persónulegt hreinlæti. Hvort sem það er almenn þrif eða sótthreinsun og gerildeyðing til að viðhalda öryggi matvæla eða heilsu fólks. Hreinlæti starfsfólks og gesta er mikilvægur þáttur í gæðamálum fyrirtækja. Það er því mikilvægt að hafa réttu hreinsiefnin handhæg fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Fræðsla um persónulegt hreinlæti skiptir miklu máli. Ráðgjafar okkar veita ráðgjöf og halda fræðslunámskeið fyrir starfsfólk viðskiptavina okkar. Persónulegt hreinlæti er lykilþáttur t.a.m. í veitingarekstri, matvælavinnslu og sjúkrahúsum svo einhver dæmi séu tekin.