Mjöll Frigg og Senia sameinast í eitt félag

Comments off 4749 Views0


Mjöll Frigg öll hreinsiefni

Mjöll Frigg ehf og Senia ehf. sameinast í eitt félag

 

Hreinlætisvörufyrirtækin Mjöll Frigg ehf. og Senia ehf. sameinuðust í eitt félag 1. júní síðastliðinn.  Sameinað félag verður rekið undir kennitölu og nafni Mjallar Friggjar (430610-0580).

Senia ehf, er heildverslun og framleiðslufyrirtæki sem hefur selt hreinsiefni, efnavörur, kælimiðla, einnota vörur og tengdar vörur með mjög góðum árangri í gegnum tíðina. Senia verslar bæði með innfluttar vörur og eigin framleiðslu. Senia var stofnað 1995 sem verslun og innflutningsfyrirtæki en tók breytingum þegar starfsemi fyrirtækisins var stækkuð með kaupum á hluta úr rekstri Heildverslunar Ásgeirs Sigurðssonar ehf.

Starfsmenn Senia hafa flutt í starfsstöð Mjallar Friggjar að Norðurhellu 10 í Hafnarfirði frá og með 1. júni.  Hægt verður að ná í þá í sömu númer og áður og hægt verður að senda tölvupósta á netföng starfsmanna Senia eftir sem áður.  Pantanir sendar á pantar@senia.is munu áframsendast á pantanir@mjollfrigg.is.

Markmið sameiningarinnar er að byggja upp mun öflugra þjónustufyrirtæki í hreinlætisiðnaði, þ.e. í framleiðslu, sölu og þjónustu fyrir fyrirtækja- og stofnanamarkað auk þess að sækja inn á nýja markaði.  Starfsfólk sameinaðs fyrirtækis er staðráðið í því að styrkja og bæta þjónustu Mjallar Friggjar enn frekar ásamt því að gera samkeppnisstöðu íslenskra framleiðslufyrirtækja sterkari gagnvart innfluttum hreinlætisvörum.

Starfsmenn Mjallar Friggjar bjóða nýja samstarfsmenn velkomna í hópinn.

Richard Kristinsson, Ph.D. verður framkvæmdastjóri sameinaðs félags og Almar Eiríksson sölu- og markaðsstjóri.