Nýr skömmtunarbúnaður gjörbreytir gæðum og nýtingu

Comments off 1370 Views0


Seitz skömmtunarbúnaður fyrir þvottaefni

Fönn þvottahús fékk á dögunum fullkominn skömmtunarbúnað fyrir þvottaefni

Mjöll Frigg og Fönn þvottahús gerðu með sér samning um uppsetningu á fullkomnum skömmtunarbúnaði fyrir þvottaefni. Búnaðurinn kemur frá þýska þvottaefnisframleiðandanum Seitz gmbh.

Sérfræðingar komu hingað til lands til að setja upp þennan fullkomna og nákvæma skömmtunarbúnað í eitt fullkomnasta þvottahús landsins hjá Fönn.

Búnaðurinn sem um ræðir er tölvustýrður skömmtunarbúnar sem skammtar með nákvæmum hætti rétt magn af þvottaefnum í hverja þvottavél þegar hún kallar eftir því.

 

Uppsetning í höndum sérfræðinga

Þýska teymið með fumlaus vinnubrögð við uppsetningu og stillingar á nýja kerfinu sem gjörbyltir nýtingu á efnum og gæðum á öllum þvotti.

 

Eldra kerfið tekið niður

Eftir góða og dygga þjónustu víkur eldra kerfið fyrir nákvæmum tölvustýrðum skömmturum.

 

Ecodos skömmtunarbúnaður fyrir þvottaefni Ecodet Easy - Laundry9

 

Hafðu samband í síma 512-3000 eða mjollfrigg@mjollfrigg.is og sérfræðingar útfæra hentugustu og hagkvæmustu lausnina fyrir þig til að skammta þvottaefni og hreinsiefni við þínar aðstæður.