Hreinsiefnin

Hreinsiefnin fyrir allt hreinlæti

Mjöll Frigg er með réttu hreinsiefnin fyrir allt hreinlæti og hreinsanir. Mjöll Frigg leggur áherslu á að bjóða heildstæða vörulínu hreinsiefna og sérefna ásamt faglegri ráðgjöf í notkun þeirra. Mjöll Frigg framleiðir mikið af hreinsiefnum og hreinlætisefnum undir eigin merkjum en flytur einnig inn frá þekktum erlendum framleiðendum. Mjöll Frigg leggur áherslu á að bjóða hágæða vörur og faglega ráðgjöf fyrir öll þrif og hreinlætis verkefni í fyrirtækjum og stofnunum.

Eitt mesta úrval hreinsiefna á Íslandi

Mjöll Frigg býður eitt mesta úrval hreinsiefna og hreinlætistengdra rekstrarvara á landinu og veitir sérhæfða ráðgjöf með val á efnum. Hér fyrir neðan eru öll hreinsiefnin. Við bendum á að val á hreinsiefnum getur verið flókið og mikilvægt að velja réttu efnin. Sérstaklega á þetta við um yfirborðsefni sem geta komið af stað efnaskiptum á yfirborði hluta. Ágætt dæmi um þetta er klór sem getur haft ætandi áhrif á ákveðna málma.

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða ert ekki viss hvaða hreinsiefni henta best þá aðstoða ráðgjafar okkar þig með ánægju. Með einu símtali í síma 512-3000 eða senda tölvpóst á radgjof@mjollfrigg.is færðu aðstoð.