Afvísir

Afvísir

Vöruheiti: Afvísir
Vörunúmer: 100520 Umbúðir: 20 l brúsi
Vörunúmer: 100598 Umbúðir: 200 l brúsi

Eiginleikar:
Afvísir er tvívirkt hreinsiefni til notkunar í matvælaiðnaði. Afvísir inniheldur m.a. klór og vinnur vel á erfiðum óhreinindum, s.s. uppþornuðum eggjahvítuleifum og þránaðri fitu. Afvísir má nota til að bleikja færibönd og snyrtiborð í fisk- og kjötvinnslum. Nýframleiddur Afvísir inniheldur a.m.k. 5,7% virkan klór.

Notkun:
Í flestum tilfellum næst góður árangur með 1 %v/v blöndu (1 dl í 10 l af vatni). Einnig er mögulegt að nota sterkari blöndur eða jafnvel óblandaðan AFVÍSI sé um sérlega erfið óhreinindi að ræða. Notkunarhitastig er á bilinu 10-40°C. Snertitími er 5-20 mínútur. Afvísi er hægt að nota í háþrýstiþvottatæki, úðakúta og ýmiskonar böð. Hafið í huga að notkun tvívirkra hreinsiefna gerir ekki notkun sótthreinsiefna óþarfa.

Öryggisblað Afvísir

SKU: 100520 Categories: , ,