Alfa S-3

Eiginleikar:
Alfa S-3 er súrt, öflugt hreinsiefni fyrir lokuð kerfi CIP í matvælaiðnaði og er ætlað til reglubundinna sýruþvotta.
ALFA S-3 leysir upp ýmiskonar ólífrænar útfellingar og er auk þess mjög virkt gegn fitu- og próteinleyfum.
ALFA S-3 hefur sótthreinsi eiginleika og inniheldur lágfreyðandi yfirborðsvirk efni.
ALFA S-3 inniheldur ávaxtasýrur og er án ólífrænna sýra eins og brennisteins,-fosfór- og saltpéturssýru.
Öll innihaldsefni ALFA S-3 brotna auðveldlega niður í náttúrunni samkvæmt prófunum OECD (301A-E).

Notkun:
Fyrst skal tæma og skola rör með volgu vatni.
Blandið um 1-4% af efni með vatni og þvoið við allt að 85°C.
Árangurinn verður betri eftir því sem hitastigið er hærra.

Vörunúmer: 104120 Umbúðir: 20 ltr. brúsi
Vörunúmer:
104198 Umbúðir: 200 ltr. brúsi