Baðsápa

Baðsápa

Vöruheiti: Baðsápa græn
Vörunúmer: 106005 Umbúðir: 5 l brúsi
Vörunúmer: 106020 Umbúðir: 20 l brúsi
Vörunúmer: 106098 Umbúðir: 200 l tunna
Vörunúmer: 106097 Umbúðir: 1000 l tankur

Notaðar eru eingöngu endurvinnanlegar umbúðir undir vöruna auk þess að umbúðir 20 l og stærri eru með skilagjaldi.

Eiginleikar:
Baðsápa græn er mild fljótandi sápa til persónulegra nota. Græn Baðsápa hentar vel fyrir húð og hár. Sápan hentar í hárþvott í staðinn fyrir shampo til daglegrar húð- og hárhirðu sem bæði mýkir og verndar hörundið. Baðsápa græn gerir hárið mjúkt og viðráðanlegt. Baðsápa græn er mjög drjúg í notkun eyðir klór og hentar því vel til líkamsþvottar í sundlaugum. Sápan hentar einnig vel fyrir líkamsræktarstöðvar og aðrar almenningssturtur. Virkar líkt og shampo og hentugt sem alhliða sápa fyrir íþrótthús, sundstaði, líkamsræktarstöðvar og aðra almennings baðstaði. Sápan er einnig tilvalin fyrir Hótel og gistiheimili og hægt að fá handhæga skammtara fyrir baðherbergi og stærri almennings sturtuklefa.

Notkun:
VIÐ HÁRÞVOTT: Bleytið hárið og berið síðan sápulöginn í hárið með lófunum og nuddið hársrótina með fingurgómunum. Skolið sápuna úr. Notið 5 – 15 ml.
VIÐ LÍKAMSÞVOTT: Bleytið húðina og berið sápulöginn á með lófunum, svamp eða þvottapoka. Skolið sápuna af.

Öryggisblað Baðsápa græn