Barri 10-X

Barri 10-X

Vöruheiti: Barri 10-X
Fáanlegur í: 5 ltr., 20 ltr., 200 ltr. og 1000 ltr. brúsum.
Umbúðir: 5 ltr. Vörunúmer: 110405
Umbúðir: 20 ltr. Vörunúmer: 110420

Notaðar eru eingögnu endurvinnanlegar umbúðir, auk þess sem skilagjald eru á umbúðum sem eru 20 ltr. eða stærri.

Eiginleikar: 
Inniheldur 150000 ppm (15%) af fjórgildu ammóníumsambandi sem er yfirborðsvirkt katjónískt sótthreinsiefni. Sótthreinsiáhrif BARRA 10-X vara lengi, jafnvel dögum saman. BARRI 10-X er einkum ætlaður til sótthreinsunar í fiskvinnslum sem og öðrum matvælaiðnaði þar sem notkun slíkra efna er leyfileg.
BARRI 10-X er notaður til sótthreinsunar á snertiflötum, gólfum, fótabúnaði og niðurföllum. BARRI 10-X hentar einnig til nota í t.d. sturtuklefum í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum til að fyrirbyggja vandamál af völdum fótsveppa. BARRI10-X drepur í réttum notkunar styrk alla algengustu gerla, s.s. listeríu og salmónellu og einnig ýmsa sveppi. BARRI 10-X tærir ekki málma. Þar sem BARRI 10-X er notaður að staðaldri er ráðlagt að sótthreinsað sé a.m.k. einu sinni í viku með breiðvirkara sótthreinsiefni, s.s. KLÓR 15%, LYTOX5 eða LYTOXTEN.

Notkun: Notkunarstyrkur fjórgildra ammóníumsambanda við almenna sótthreinsun er 400-500 ppm (0,3% blanda af BARRA 10-X), í fótaskol 2500 ppm (1,7% blanda af BARRA 10-X) og í niðurföll 5000 ppm (3,3% blanda af BARRI 10-X). Mikilvægt er að vatn sé látið renna af öllum flötum eins og kostur er áður en sótthreinsun hefst. Vatnshitastig á að vera 10-40°C og snertitími eins langur og mögulegt. Hentugt er að kvoða BARRA 10-X eða úða. BARRA 10-X á að skola af snertiflötum í matvælaiðnaði áður en vinnsla hefst. Skipta skal daglega um blöndu í fótaskoli. Í sturtuklefa á að nota blöndu sem inniheldur 2500 ppm af fjórgildu ammóníumsambandi (1,7% blanda af BARRA 10-X). Hafið í huga að gólf geta orðið hál liggi BARRI 10-X á þeim.

Athugið að þrátt fyrir stöðugleika og langan virknitíma fjórgildra ammóníumsambanda þýðir það ekki að draga eigi úr kröfum þrifa.

Öryggisblað Barri 10-X