Brútus / Granít

Eiginleikar:
Brútus / Granít er fjölnota hreinsiefni, sem leysir upp m.a. olíur, tjöru, sót, fitu og prótín.
Brútus / Granít er vatnsþynnanlegur og án lífrænna leysiefna og hentar því sérlega vel til þrifa í lokuðum rýmum.
Brútus / Granít má t.d. nota til að þrífa veggi og gólf á verkstæðum, vélar, vélasamstæður og vinnugalla.
Brútus / Granít er hentugt til að nota í háþrýstitæki, með eða án kvoðukúts.

Notkun:
Blöndunarhlutfall er mismunandi eftir aðstæðum. Í flestum tilfellum virkar 1-10 dl í 10 lítra af vatni mjög vel.
Notkunarhitastig er á bilinu 10-60°C.
Vinnufatnað er hægt að láta liggja yfir nótt í allt að 10% blöndu og þvo síðan í þvottavél.
Gætið þess að skola eða vinda gallana vel fyrir þvott til að forðast freyðingu.
Hægt er að láta efnið liggja í allt að 15 mínútur.

Athugið:
Sterkar blöndur af Brútus / Granít geta mattað lakk og leyst upp bón.

Vörunúmer: 110405 Umbúðir: 5 l brúsi
Vörunúmer: 110420 Umbúðir: 20 l brúsi
Vörunúmer: 111498 Umbúðir: 200 l tunna
Vörunúmer: 111499 Umbúðir: 1.000 l tankur