C-11 Taulögur

C-11 Taulögur

C-11 Taulögur krafmikið lágfreyðandi fljótandi þvottaefni án ofnæmisvaldandi efna.

Vöruheiti: C-11 taulögur
Vörunúmer: 111105 Umbúðir: 5 l brúsi Pakkning: 3 stk.
Vörunúmer: 111120 Umbúðir: 20 l brúsi
Vörunúmer: 111197 Umbúðir: 1.000 l tunna

Notaðar eru eingöngu endurvinnanlegar umbúðir undir vöruna, auk þess að umbúðir 20 l og stærri eru með skilagjaldi.

Eiginleikar:
C-11 taulögur er kraftmikill og lágfreyðandi tauþvottaefni í fljótandi formi án ensíma. C-11 taulögur hentar vel í allan þvott. C-11 taulögur hreinsar mjög vel en er jafnframt mildur fyrir þvottinn. C-11 taulögur er mjög heppilegt þvottaefni í sjálfvirk skömmtunarkerfi í stórum þvottahúsum. C-11 taulögur er notadrjúgur og hentar vel í öllum gerðum þvottavéla. C-11 taulögur er án ofnæmisvaldandi efna og heppilegur m.t.t. ofnæmishættu.

C-11 taulögur þvær við öll þvottahitastig frá 30-90°C.

Notkun:
Notið um 7-20 ml af C-11 taulegi fyrir hvert kg. af þvotti eftir óhreinindum. Við hreinsun á erfiðum blettum er mjög gott að úða C-11 taulegi á blettina fyrir þvott.

Öryggisblað C-11 Taulögur

SKU: 111105 Category: