C-11 Þvottaduft

C-11 þvottaduft

C-11 þvottaduft  er krafmikið þvottaduft án ensíma og hentar vel í allann þvott.

Vöruheiti: C-11 þvottaduft
Vörunúmer: 40020012 Umbúðir: 4 kg. Pakkning: 3 stk.
Vörunúmer: 111310 Umbúðir: 10 kg.

Notaðar eru eingöngu endurvinnanlegar umbúðir undir vöruna, auk þess að umbúðir 20 l og stærri eru með skilagjaldi.

Eiginleikar:
C-11 þvottaduft er kraftmikið þvottaefni á ensíma og hentar vel í allann þvott. C-11 er eðlislétt og hentar mjög vel til skömmtunar í venjulegar heimilisþvottavélar. Þvottaefnið situr ekki eftir í skömmuntarhólfum og hentar vel í öllum heimilisþvottavélum. C-11 þvær vel og er með litla ofnæmishættu (engin ensím). C-11 inniheldur mild ilmefni og þvotturinn angar létt af þvottaduftslykt. C-11 inniheldur umhverfisvæn sápuefni.

C-11 þvottaduft þvær við öll þvottahitastig frá 30-90°C.

Notkun:
Notið um 10-20 gr. af C-11 þvottadufti fyrir hvert kg. af þvotti eftir óhreinindum. Það samsvarar 1-2 dl. í 5 kg. þvottavél.
Við hreinsun á erfiðum blettum er mjög gott að úða C-11 blettaúða á blettina fyrir þvott.

Öryggisblað C-11 þvottaduft

Description

Óhreinindi í skömmtunarhólfum þvottavéla eru nokkuð algeng. Rétt val á þvottaefni skiptir þar miklu máli. C-11 þvottaefnið situr ekki eftir í skömmuntarhólfum og er því góður kostur upp á hreinlæti í skömmtunarhólfum. C-11 er líka kraftmikið þvottaefni og því góður alhliða kostur.