Dúndur/Ofurgammur

Eiginleikar:
Dúndur/Ofurgammur er öflugt alkalískt kvoðuhreinsiefni fyrir matvælaiðnað.
Dúndur/Ofurgammur er sérstaklega virk gegn fitu- og prótínleifum og leysir mjög vel um föst óhreinindi.
Hentar t.d. vel í bolfisk-, uppsjávar- og rækjuvinnslur, sláturhús og kjötvinnslum hvers konar ásamt mjólkurstöðvum.

Notkun:
Við reglubundinn kvoðuþvott skal nota 3-5% blöndu, þ.e. 3-5 dl í 10 lítra af vatni.
Virknitími kvoðunnar er 10-30 mínútur og skal bursta yfir erfiða bletti á meðan kvoðan er að virka sé þess þörf.
Hægt er að nota Dúndur/Ofurgammur óþynntan eða sterkar blöndur af honum á mjög erfið óhreinindi, s.s. í fiskimjölsverksmiðjum og loðnuskipum.
Árangurinn verður betri eftir því sem vatnshitastigið er hærra.
Athugið að góð grófhreinsun fyrir kvoðun er forsenda þess að Dúndur/Ofurgammur nái að leysa sem mest um föst óhreinindi.

Vörunúmer: 116420 Umbúðir: 20 l brúsi
Vörunúmer: 116498 Umbúðir: 200 l tunna
Vörunúmer: 116497 Umbúðir: 1.000 l tankur