Fantur 77

Eiginleikar:
Fantur 77 er mjög öflugt hreinsiefni einkum ætlað fyrir erfið óhreinindi í sjávarútvegi og matvælaiðnaði.
Fantur 77 virkar  vel á t.d. uppþornaðar eggjahvítuleifar og þránaða eða harða fitu, en einnig til reglubundinna þrifa þar sem slíkt þykir henta.
Fantur 77 er háalkalískt og inniheldur m.a. klór og sérstök yfirborðsvirk efni.
Fantur 77 hentar vel til kvoðunar.

Notkun:
Í flestum tilfellum næst góður árangur með 3-5% blöndu (3-5 dl í 10 l af vatni).
Við kvoðun eða úðun er æskilegur virknitími a.m.k. 10 mínútur og vatnshitastigið allt að 60°C.
Hafið í huga að notkun klórbættra hreinsiefna gerir ekki notkun sótthreinsiefna óþarfa.

Athugið:
Fantur 77 má aldrei komast í snertingu við sýrur, eða súr hreinsiefni.
Fantur 77 skal ekki nota á hluti eða fleti úr áli.

Vörunúmer: 113420 Umbúðir: 20 l brúsi
Vörunúmer: 113498 Umbúðir: 200 l tunna
Vörunúmer: 113497 Umbúðir: 1000 l tankur