Fantur 77

Fantur 77

Vöruheiti: Fantur 77/Ares
Vörunúmer: 113420 Umbúðir: 20 l brúsi
Vörunúmer: 113498 Umbúðir: 200 l tunna
Vörunúmer: 113497 Umbúðir: 1000 l tankur

Notaðar eru eingöngu endurvinnanlegar umbúðir undir vöruna, auk þess að umbúðir 20 l og stærri eru með skilagjaldi.

Eiginleikar:
Fantur 77 er mjög öflugt hreinsiefni í sjávarútvegi. einkum ætlað fyrir erfið óhreinindi í sjávarútvegi og matvælaiðnaði, s.s. uppþornaðar eggjahvítuleifar og þránaða eða harða fitu – en einnig til reglubundinna þrifa þar sem slíkt þykir henta og til bleikinga. Fantur 77/ARES-FIP er háalkalískt og inniheldur m.a. klór og sérstök yfirborðsvirk efni. Fantur 77/ARES-FIP hentar til kvoðunar, í úðakúta og til handþvotta. Athugið að Fant 77 skal ekki nota á hluti eða fleti úr áli.

Notkun:
Í flestum tilfellum næst góður árangur með 3-5% blöndu (3-5 dl í 10 l af vatni). Við kvoðun eða úðun er æskilegur virknitími a.m.k. 10 mínútur og vatnshitastigið allt að 60°C. Að lokinni notkun skulu allir fletir skolast ítarlega. Hafið í huga að notkun klórbættra hreinsiefna gerir ekki notkun sótthreinsiefna óþarfa.

Fantur 77-Ares MSDS