Fantur Súr

Fantur Súr

Vöruheiti: Fantur Súr
Vörunúmer: 113320 Umbúðir: 20 l brúsi
Notaðar eru eingöngu endurvinnanlegar umbúðir undir vöruna, auk þess að umbúðir 20 l og stærri eru með skilagjaldi.

Eiginleikar:
Fantur Súr er mjög öflugt súrt hreinsiefni. Fantur Súr hentar vel til kvoðunar og myndar þétta kvoðu sem loðir vel við og skolast
jafnframt auðveldlega af. Fantur Súr hentar einnig vel til til nota í úðakúta. Reglubundinn sýruþvottur á vélum, tækjum, færiböndum og plasthlutum ýmiskonar í matvælaiðnaði með Fantur Súr kemur í veg fyrir uppsöfnun ólífrænna útfellinga, s.s. roð- og rækjusvertu, kísilútfellinga o.fl. Fantur Súr hentar vel til hreinsunar á ryði og einnig ryðlit sem getur komið á málaða fleti undan ryðguðum hlutum.

Notkun:
Við reglubundna sýruþvotta næst góður árangur með 3-5% blöndu (3-5 dl í 10 l af vatni). Við kvoðun eða úðun er æskilegur virknitími 20-30 mínútur og vatnshitastigið allt að 60°C – allt eftir aðstæðum hverju sinni. Þegar fjarlægja þarf erfiðar útfellingum, t.d. af færiböndum, hentar að nota 20-30 %v/v blöndu (20-30 dl í 10 l af vatni). Að lokinni notkun á að skola alla fleti ítarlega.

Fantur Súr