Fantur X-tra

Fantur X-tra

Vöruheiti: Fantur X-tra
Vörunúmer: 113120 Umbúðir: 20 l brúsi
Notaðar eru eingöngu endurvinnanlegar umbúðir undir vöruna, auk þess að umbúðir 20 l og stærri eru með skilagjaldi.

Eiginleikar:
Fantur X-tra er mjög öflugt alkalískt, tvívirkt kvoðuhreinsiefni með sérstakri blöndu af yfirborðsvirkum efnum sem hafa sótthreinsandi eiginleika. Fantur X-tra myndar þétta kvoðu sem loðir vel við og skolast jafnframt auðveldlega af. Fantur X-tra hentar vel til þrifa á mjög óhreinum eða fitugum svæðum, s.s. á gólfum, veggjum og vélum í síldar-, loðnu- og kjötvinnslum, þróm fiskimjölsverksmiðja og reykofnum – og einnig þar sem mjög strangar kröfur um gæði þrifa eru gerðar, t.d. í rækjuvinnslum. Fantur X-tra vinnur vel á harðri fitu og hentar því einnig vel til nota í kjötvinnslum.
Notkun:
Í flestum tilfellum næst góður árangur með 3-5% blöndu (3-5 dl í 10 l af vatni). Við kvoðun eða úðun er æskilegur virknitími a.m.k. 10 mínútur og vatnshitastigið allt að 60°C. Að lokinni notkun skulu allir fletir skolast ítarlega.

Hafið í huga að notkun tvívirkra hreinsiefna gerir ekki notkun sótthreinsiefna óþarfa. Athugið að góð grófhreinsun fyrir kvoðun er forsenda þess að Fantur X-tra nái að leysa sem mest um föst óhreinindi.

Öryggisblað Fantur X-tra