Golíat/Kraftþrif

Eiginleikar:
Golíat/Kraftþrif er sótthreinsandi hreingernigarlögur sem inniheldur um 2,5% virkan klór.
Golíat/Kraftþrif leysir upp fitu og prótín, bleikir og eyðir ólykt.
Golíat/Kraftþrif hentar vel til þrifa í matvælaiðnaði, t.d. fiskvinnslum, fiskþurrkunum, sláturhúsum, kjötvinnslum og mjólkurstöðvum.
Golíat/Kraftþrif er gott hreinsiefni á færibönd, bakka, kassa og kör.
Golíat/Kraftþrif passar einnig mjög vel til þrifa á heitum pottum.

Notkun:
Við þrif með moppu á gólfum á göngum, veggjum ofan vinnuhæðar í vinnslusölum og loftum skal nota 1 %v/v blöndu (u.þ.b. 1 dl í 10 l af vatni).
Við reglubundin þrif í vinnslusölum og hlutum sem komast í beina snertingu við matvæli hentar 3 %v/v blanda (u.þ.b. 3 dl í 10 l af vatni).
Golíat/Kraftþrif notast óþynnt þar sem um sérlega mikil óhreinindi og ólykt er að ræða, t.d. þránaða fitu.
Notkunarhitastig getur verið á bilinu 10-40°C og snertitími allt að 15 mínútum.
Golíat/Kraftþrif er hentugt að nota til háþrýtiþvotta.

Athugið:
Hafið í huga að notkun tvívirkra hreinsiefna gerir ekki notkun sótthreinsiefna óþarfa.
Golíat/Kraftþrif má alls ekki komast í snertingu við sýrur eða súr hreinsiefni.

Vörunúmer: 132105 Umbúðir: 5 l brúsi
Vörunúmer: 132120 Umbúðir: 20 l brúsi
Vörunúmer: 132198 Umbúðir: 200 l tunna
Vörunúmer: 132197 Umbúðir: 1.000 l tankur