Herkúles/Fantur 2000

Herkúles/Fantur 2000

Vöruheiti: Herkúles/Fantur 2000
Vörunúmer: 113220 Umbúðir: 20 l brúsi
Vörunúmer: 113298 Umbúðir: 200 l tunna
Vörunúmer: 113297 Umbúðir: 1.000 l tunna

Notaðar eru eingöngu endurvinnanlegar umbúðir undir vöruna, auk þess að umbúðir 20 l og stærri eru með skilagjaldi.

Eiginleikar:
Herkúles/Fantur 2000 er sterkt alkalískt kvoðuhreinsiefni. FANTUR 2000 myndar þétta og límkennda kvoðu sem loðir vel á lóðréttum flötum. Herkúles/Fantur 2000 er mjög virkur gegn fitu- og prótínleifum og losar vel um föst óhreinindi. Hentar t.d. vel fyrir saltfiskvinnslur og ferskfisk-vinnslu fitulítillra tegunda og einnig í gripa- og eldishúsum ýmiskonar. Öll lífrænu hráefnin sem notuð eru í Herkúles/Fantur 2000 brotna niður við loft-fyrrtar aðstæður og því hentar Herkúles/Fantur 2000 sérlega vel til nota í landbúnaði.

Notkun:
Við reglulegan kvoðuþvott í matvælafyrirtækjum skal nota 3-5% blöndu af Herkúles/Fantur 2000, þ.e. 3-5 dl í 10 lítra af vatni. Æskilegt vatnshitastig er 20-60°C. Notkun heits vatns takmarkast þó af aðgengi að því og stærð rýmisins þar sem þrifin fara fram, því gufumyndun má ekki verða óhófleg. Virknitími kvoðunnar er 10-20 mínútur og skal bursta yfir erfiða bletti á meðan kvoðan er að virka sé þess þörf. Að virknitíma loknum skal háþrýstiþvo og skola ítarlega með hreinu vatni og á vatnshitastigið þá helst að vera undir 35°C, m.a. til að koma í veg fyrir að gufa birgi þrifafólki sýn. Hægt er að nota Herkúles/Fantur 2000 óþynntan eða sterkar blöndur af honum á mjög erfið óhreinindi og þá verður árangurinn verður betri eftir því sem vatnshitastigið er hærra.
Athugið að góð grófhreinsun fyrir kvoðun er forsenda þess að Herkúles/Fantur 2000 nái að leysa sem mest um föst óhreinindi.

Öryggisblað Herkúles-Fantur 2000