Kenosan Lactic

Vöruheiti: Kenosan Lactic

Vörunúmer: 40103520 Umbúðir: 20 l brúsi

Eiginleikar:

 • Keno™san Lactic er sótthreinsiefni fyrir gólf, veggi og vélar í matvælaiðnaði, iðnaðareldhúsum og mötuneytum. Efnið er sérstaklega þróað og samþykkt sem aðferð til sótthreinsunnar á hnífum við slátrun og skurðarlínur.
 • Keno™san Lactic er samsett úr mjólkursýru og sérstökum efnum vottuðum til snertingar við matvæli.
  Þar af leiðandi er varan leyfileg til notkunnar án þess að þurfi að skola hnífana eftir sótthreinsun.
 • Virkt við lágt hitastig
 • Engin þörf á skolun eftir sótthreinsun
 • Mjög stuttur viðloðunartími

Notkunarleiðbeiningar:

Til sótthreinsunar á hnífum og öðrum tækjum:
• Sjálfvirk skömmtun möguleg þar sem sótthreinsiskömmtun er til staðar
• Úðun (handvirkt / sjálfvirkt)
• Dýfing

 • Hitastig skolvatns er á bilinu 4-40°C því heitara því meiri áhrif
 • Ekki þarf að skola eftir sótthreinsun með Kenosan Lactic

Aðferð til sótthreinsunnar á hnífum og öðrum verkfærum:
1. Skolið
2. Úðið / dýfið með / í Kenosan Lactic lausninni
3. Virðið snertitíma miðað við styrkleika blöndunnar (sjá neðst)
4. Hnífa, sagir og önnur verkfæri er hægt að nota eftir sótthreinsun án þess að skola

Dýfing:

Gott er að hafa 2 hólf á sótthreinsibúnaðinum

 • til vinstri er hólf með 20-40°C heitu vatni til hreinsunnar
 • til hægri yrði þá Kenosan Lactic lausn
 • Skipt er um hreinsilög a.m.k. einu sinni á dag, fer eftir stærð matvælavinnslna, annars í pásum eða þegar þurfa þykir
 • Gott er að hafa sírennsli á skolhólfinu til að hreinsa burt fitu og prótein sem er á yfirborði skolvatnsins

 

Sótthreinsitími hnífa og verkfæra:
• Unnið er eftir 2ja hnífa sótthreinsikerfi til að forðast krosssmit á milli skrokka.

 • Meðan slátrað er þá er alltaf annar hnífurinn í sótthreinsi á meðan hinn er notaður.
  Sagir og verkfæri fara í sóthreinsilög eða sótthreinsiúðun eftir hvern skrokk.
 • Í kjúklingasláturhúsunum er vandræði með krosssmit vegna fjölda skrokka sem fer í gegnum vinnsluna.

Það er hægt að sótthreinsa alla sjálfvirka hnífa og verkfæri með því að úða Kenosan Lactic á þá á milli skurða.

Í kjötvinnslum:
•  Ávallt skulu hnífar og verkfæri þrifin og sótthreinsuð í pásum, biðtímum og matartímum eða eftir ákveðin tíma.

Blöndun:
• 15% lausn – sótthreinsitími 30 sek. Dýfing eða úðun.
• 8% lausn – sótthreinsitími 2 mín. Dýfing eða úðun.

Virkni sótthreinsivökva.

 • Er hægt að mæla með leiðnimælingu
 • Með því að títra vökvann