Klór 15%

Eiginleikar:
Klór 15% sótthreinsar, bleikir og eyðir lykt.
Klór 15% er mjög fljótvirkt sótthreinsiefni sem drepur gerla, sveppi og veirur.
Klór 15% er notaður til sótthreinsunar í matvælafyrirtækjum, en einnig í þvottahúsum og í sundlaugar.

Notkun:
Blandið um 0,3% af efni með vatni, sem er um 375-450 ppm af virkum klór.
Sótthreinsiáhrifin vara stutt, t.d. vara sótthreinsiáhrif 100 ppm af virkum klór í 15 mínútur við 40°C og fyrir 200 ppm af virkum klór og sama hitastig er sótthreinsitíminn 10 mínútur.
Í þvottahúsum og sundlaugum er skömmtunin með sjálvirkum búnaði.
Hafið í huga að blöndur af Klór 15% eru rokgjarnar og gufa tiltölulega fljótt upp og því ber að nota þær sem fyrst eftir að þær hafa verið blandaðar.

Athugið:
Klór 15% má aldrei komast í snertingu við sýrur, eða súr hreinsiefni.
Mælt er á móti notkun efnisins á ál eða járn.

Vörunúmer: 126110 Umbúðir: 10 l brúsi
Vörunúmer: 126120 Umbúðir: 20 l brúsi
Vörunúmer: 126198 Umbúðir: 200 l tunna
Vörunúmer: 126197 Umbúðir: 1.000 l tunna