Lágfreyðandi þvottaefni

Lágfreyðandi þvottaduft

Lágfreyðandi þvottaduft er án ensíma og hentar vel í allan þvott.

Vöruheiti: Lágfreyðandi
Vörunúmer: 132410 Umbúðir: 10 kg fata

Notaðar eru eingöngu endurvinnanlegar umbúðir undir vöruna.

Eiginleikar Lágfreyðandi:
Lágfreyðandi er kraftmikið þvottaduft án ensíma, sem er sérstaklega ætlað til þvotta þar sem vítissódi og þvottaduft eru notuð saman. Þannig fæst mikil þvottavirkni auk þess sem að þvottaefnin skolast vel úr þvottinum. Eitt og sér er Lágfreyðandi milt þvottaduft, sem hentar vel í allan venjulegan þvott. Lágfreyðandi er sérstaklega heppilegt með tilliti til ofnæmishættu og er því mikið notað af sjúkrahúsum og öðrum stöðum þar sem taka þarf tillit til ofnæmis.

Notkun á Lágfreyðandi:
Notið 7-20 g af Lágfreyðandi fyrir hvert kg af þvotti eftir óhreinindum. Það samsvarar 0,5-1,5 dl í 5 kg þvottavél.  Lágfreyðandi er notadrjúgt og hentar vel í öllum gerðum þvottavéla.

Lágfreyðandi hentar við öll þvottahitastig frá 40 – 90°C.

Öryggisblað Lágfreyðandi þvottaduft