Maxi bílasápa

Maxi bílasápa

Vöruheiti: Maxi bílasápa
Vörunúmer: 40019501 Umbúðir: 1 l flaska Pakkningar: 6 stk.

Notaðar eru eingöngu endurvinnanlegar umbúðir undir vöruna.

Eiginleikar:
Maxi bílasápa er samansett úr völdum mildum sápuefnum sem hreinsa auðveldlega burg vegaóhreinindi. Maxi bílasápa inniheldur engin lífræn leysiefni, skilur eftir glansandi bílalakkið og skemmir ekki bónhúð.

Notkun:
Ef bíllinn er þveginn með gegnumrennandi bursta mælum við með að væta allan bílinn og sprauta svo nokkrum dropum af Maxi bílasápu yfir bifreiðina hér og þar. Síðan er að nudda bílinn með kústinum jafnt og þétt og skola síðan af.

Ef bíllinn er þveginn með svampi skal blanda 25 ml. í hverja 10 lítra af vatni. Sé notaður skömmtunarbúnaður er mælt með 3-6% styrk.