MBS Lögur Lágfreyðandi

Eiginleikar:
MBS lögur er öflugt lágfreyðandi hreinsiefni fyrir lokuð (CIP) kerfi í matvælaiðnaði.
MBS lögur hentar einnig til annara nota s.s. í bakka- og kassaþvottavélar ýmiskonar.
MBS lögur er mjög virkur gegn fitu- og prótínleifum, auk þess sem regluleg notkun hans vinnur gegn því að útfellingar setjist innan á veggi kerfisins.
MBS lögur hentar mjög vel til hreinsunar á ræsum og niðurföllum.
MBS lögur inniheldur tæringarvarnarefni fyrir stál.

Notkun:
MBS lögur er hægt að blanda á „hefðbundinn“ hátt eða í gegnum sjálfvirkan skömmtunarbúnað.
Æskileg þynning er 0,5-4,0%w/w, þ.e. um 0,4-2,9 %v/v.
Nota ber 10-90°C heitt vatn, en árangurinn verður betri eftir því sem vatnshitastigið er hærra.
Við kassaþvott í stórum vélum getur verið þörf fyrir að bæta froðueyði í þvottavatnið og þá sérstaklega í fiskiðnaði þar sem um mikla fitu og/eða prótín er að ræða.
Við þrif á lokuðum kerfum getur einnig verið þörf fyrir froðueyði, en það er háð gerð kerfisins, s.s. þvermáli röra og fallhæð og einnig ef um mikla fitu eða prótín er að ræða.
MBS lögur inniheldur vítissóta.

Vörunúmer: 114120 Umbúðir: 20 l brúsi
Vörunúmer: 114198 Umbúðir: 200 l tunna
Vörunúmer: 114197 Umbúðir: 1.000 l tankur