NuKeeper Compact NKC10 AT hótelvagn

NuKeeper Compact NKC10 AT hótelvagninn var áskorun fyrir hönnuði Numatic sem heppnaðist fullkomlega, enginn vagn er jafn “lítill að utan og stór að innan”. Plasthurðir og aðgengilegir bakkar á toppnum.

Description

NuKeeper Compact NKC10 AT hótelvagn

NuKeeper Compact NKC10 AT hótelvagninn var áskorun fyrir hönnuði Numatic sem heppnaðist fullkomlega, enginn vagn er jafn “lítill að utan og stór að innan”. Plasthurðir og aðgengilegir bakkar á toppnum. Compact hótelvagninn rúmar handklæði og sængurföt fyrir 10 herbergi með 2x 100 l. taugpoka. Öll hönnun á þessum vagni er unnin eftir þörfum og óskum viðskiptavina og gerir þennan vagn einstaklega góðan.

NuKeeper Compact NKC10 AT hótelvagninn er byggður upp með sterkri og endingargóðri Structofoam plast grind, með hlífðargrind allan hringinn til að vernda vagninn, veggi og hurðarop. Mjög góð 100 mm dekk sem gefa mýkt og gera meðhöndlun á vagninum mjög auðvelda á mismunandi gólfefnum.

Vagninn hefur þægilegar plasthurðir á báðum hliðum sem gera vagninn einstaklega aðgengilegan. Hurðirnar eru með segullæsingum sem gera opnun mjög þægilega og þannig hægt að hafa vagninn alltaf snyrtilegan þegar hótelgestir ganga fram hjá.

Á toppi NuKeeper Compact hótelvagnsins eru aðgengilegir bakkar fyrir alla minni hluti sem þarf til að fylla á og þjónusta hótelherbergin.

Tækniupplýsingar um NuKeeper Compact NKC10 hótelvagn

Taupokar 2 x 100 L
Hjól 4 x 100mm
Stærð 1360 x 665 x 1115mm

Taupokarnir frá Numatic

Hægt er að loka taupokunum  og aðvelt að taka af eða setja á hótelvagnin. Á taupokunum eru einnig haldföng sem gera meðferð á fullum pokum að þvotti mun auðveldari. Hentugt er að kaupa viðbótar taupoka en þeir eru fáanlegir í fimm litum:

  • 2x Svartur – fylgir
  • Gulur
  • Rauður
  • Grænn
  • Blár

Mjöll Frigg býður upp sérmerkingar á taupokum t.d. logo fyrirtækis og flokkun á þvotti.

Taupokarnir eru samhæfðir með NuKeeper og Servo hótelvögnum og taugrindum sem gerir rekstur og nýtingu mun hagstæðari. Þrjár stærðir eru til af pokum 100 l. 150 l. og 200 l. Við bendum á að velja saman réttar gerðir af vögnum til að samhæfa stærðir á taupokum.

Mjög aðgengilegur og vandaður vagn sem rúmar einstaklega vel.