NuKeeper Single NKS12FF hótelvagn

NuKeeper Single NKS12FF hótelvagn er sérstaklega hannaður fyrir minni ganga á hótelum og gistiheimilum en samt með helstu kosti stærri hótelvagna.

Hönnunin á þessum hótelvagni byggir á Himobility AT vögnum frá Numatic sem eru með 200mm hjólum sem gefa mýkt. Vagninn er með stuðara eða hlífðargrind allan hringinn til að vernda vagninn, veggi og hurðarop.

Description

NuKeeper Single NKS12FF hótelvagn

NuKeeper Single NKS12FF hótelvagn er sérstaklega hannaður fyrir minni ganga á hótelum og gistiheimilum en samt með helstu kosti stærri hótelvagna.

Hönnunin á þessum hótelvagni byggir á Himobility AT vögnum frá Numatic sem eru með 200mm hjólum sem gefa mýkt. Vagninn er með stuðara eða hlífðargrind allan hringinn til að vernda vagninn, veggi og hurðarop. NuKeeper Single NKS12FF hótelvagninn kemur með Flexi Front rúllutjaldi sem má draga yfir hillur og skúffur þannig að það sjáist ekki hvað er í vagninum.

NuKeeper Single NKS12FF hótelvagninn kemur með 2x 100 l. taupokum, 3x 10 l. bakka, hillum og tjaldi til að draga fyrir hillur og bakka.

Tækniupplýsingar um NuKeeper Single NKS12FF

Taupokar 2 x 100 L
Hjól 4 x 200mm
Bakkar 3 x 10 L
Stærð 1490 x 665 x 1430mm

Taupokarnir frá Numatic

Hægt er að loka taupokunum  og aðvelt að taka af eða setja á hótelvagnin. Á taupokunum eru einnig haldföng sem gera meðferð á fullum pokum að þvotti mun auðveldari. Hentugt er að kaupa viðbótar taupoka en þeir eru fáanlegir í fimm litum:

  • 2x Svartur – fylgir
  • Gulur
  • Rauður
  • Grænn
  • Blár

Mjöll Frigg býður upp sérmerkingar á taupokum t.d. logo fyrirtækis og flokkun á þvotti.

Taupokarnir eru samhæfðir með NuKeeper og Servo hótelvögnum og taugrindum sem gerir rekstur og nýtingu mun hagstæðari. Þrjár stærðir eru til af pokum 100 l. 150 l. og 200 l. Við bendum á að velja saman réttar gerðir af vögnum til að samhæfa stærðir á taupokum.

Nettur og þægilegur tauvagn með helstu kostum stærri hótelvagna.