Ræstir Sterkur Kísilhreinsir

Eiginleikar:
Ræstir Sterkur Kísilhreinsir er búinn til úr saltpéturssýru.
Ræstir Sterkur Kísilhreinsir leysir upp kísilóhreinindi, ryð og aðrar málmútfellingar sem berast með heitu vatni.
Ræstir Sterkur Kísilhreinsi má nota á plast, ryðfrítt stál og leirflísar, en með varúð á gler, postulín eða flísar með glerungi.

Notkun:
Ræstir Sterkur Kísilhreinsir er borinn á óblandaður og látinn liggja í 15-30 mínútur.
Strjúkið með kústi eða sköfu og skolið af með köldu vatni.

Athugið:
Notið efnið með varúð á gler, postulín eða flísar með glerungi.
Ræstir Sterkur Kísilhreinsir má alls ekki komast í snertingu við klór eða hreinsiefni sem innihalda klór.

Vörunúmer: 125820 Umbúðir: 20 l brúsi