Sjúkrahússpritt 85%

Eiginleikar:
Sjúkrahússpritt er sótthreinsiefni ætlað í almenna sótthreinsun á sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum og öðrum sjúkrastofnunum.
Sjúkrahússpritt veldur hvorki tæringu málma né mislitun á tækjum og fatnaði.
Sjúkrahússpritt er mjög sterkt efni og getur skemmt og upplitað snertiskjái, lakk, plastefni og gúmmí.
Á þau yfirborð sem er ekki hægt að sótthreinsa með Sjúkrahússpritti, er hægt að nota Sótthreinsiúðann frá Mjöll Frigg.

Notkun:
Vætið hreina grisju, tusku eða pappír með sjúkrahússpritti og strjúkið af fletinum.
Sjúkrahússpritt er einnig ætlað til notkunar á húð.

Athugið:
Sjúkrahússpritt er mjög eldfimt og skal því ekki notað á heitt yfirborð.

Vörunúmer: 141103 Umbúðir: 1 l brúsi