Þvottaduft

Eiginleikar:
Þvottaduft er öflugt, lágfreyðandi þvottaefni fyrir tauþvott.
Þvottaduft inniheldur sápur, sem leysa mjög vel öll óhreinindi.
Þvottaduft inniheldur ensím, sem brjóta niður lífræn óhreinindi svo sem prótein og fitu og gera þau vatnsleysanleg.
Þvottaduftið inniheldur afherðingarefni og CMC, sem hindrar að óhreinindin setjist aftur í tauið þegar að þau eru uppleist.
Þvottaduft inniheldur ljósvirkt bleikiefni, sem gerir þvottinn bjartari, skýrir liti og fjarlægir lykt og bletti .

Notkun:
Setjið Þvottaduft í skammtahólf fyrir aðalþvott og mýkingarefni í viðeigandi skammtahólf.
Athugið að forþvottur gefur í langflestum tilfellum ekki betri þvott.
LÍTIÐ ÓHREINN ÞVOTTUR: Notið 50 ml af þvottadufti og stillið á 40 eða 60°C.
MEÐAL ÓHREINN ÞVOTTUR: Notið 75 ml af þvottadufti og stillið á 40, 60 eða 90°C.
MIKIÐ ÓHREINN ÞVOTTUR: Notið 100 ml af þvottadufti og stillið á 40, 60 eða 90°C

Vörunúmer: 40020110 Umbúðir: 10 kg fata