Vélaspritt

Vélaspritt

Vélaspritt er til sótthreinsunar á vélum og tækjum.

Vöruheiti: Vélaspritt

Vörunúmer: 165805 Umbúðir: 5 l brúsi Pakkning: 3 stk.

Notaðar eru eingöngu endurvinnanlegar umbúðir undir vöruna, auk þess að umbúðir 20 l og stærri eru með skilagjaldi.

Eiginleikar:
Vélaspritt er fyrir sótthreinsun á vélum og tækjum. Vélaspritt hentar vel við sótthreinsun á viðkvæmum vogum og pökkunarvélum í matvælaiðnaði. Sótthreinsun á áleggshnífum og áhöldum í brauðgerðum og bakaríum. Vélaspritt gufar vel upp að lokinni notkun. Vélaspritt innheldur blöndu af etanóli og ísóprópanóli.

Notkun:
Úðið óþynntu Vélaspritti á flötinn sem á að sótthreinsa og látið gufa upp eða þurrkið af með pappír eða hreinum klút. Virknitími 1-5 mín. Hitastig á fleti sem er hreinsaður á að vera 10-30°C.

ATHUGIÐ Aldrei skal nota Vélaspritt á vél sem er í gangi eða er mjög heit. Ekki skal gangsetja vélar fyrr en Vélaspritt hefur gufað upp og allur eimur af því er horfinn.

Öryggisblað