VersaCare MMT 1616 moppuvagn

Description

VersaCare MMT 1616 moppuvagn

VersaCare MMT 1616 moppuvagn er sérstaklega hannaður með þægindi og afköst við skúringar í huga. Hönnunin á þessum vagni er einstaklega vel heppnuð sem gerir hann mjög þægilegan að vinna með og meðfærilegan. Moppupressan í miðjunni gerir aðgengi að báðum 16 lítra skúringafötunum auðvelt. Moppupressan passar fyrir allar gerðir af moppum. Auðvelt er að losa skúringaföturnar af vagninum til að skipta um vatn eða tæma óhreint vatn án þess að taka moppupressuna af vagninum eða færa hana til. Mjög góð hjól eru undir vagninum

Gott haldfang er á VersaCare MMT 1616 moppuvagninum sem aðveldar allar hreyfingar með vagninn. Góð festing fyrir moppusettið er á moppuvagninum með sæti undir moppugrindina þannig að moppan rennur ekki niður úr klemmu fyrir moppustöngina.

Aukahlutir:

Á vagninn er hægt að fá handhæga 5l. ferkanntaða plastfötu sem auðvelt er að kippa af vagninum og er ekki fyrir þegar verið er að skúra. Hentugt t.d. fyrir hreingerningarvörur og tuskur.

 

Niðurstaðan er einstaklega þægilegur og öflugur moppuvagn sem við mælum sérstaklega með.

VersaCare MMT 1616 er úr MidMop línunni frá Numatic

Helstu upplýsingar um VersaCare MMT 1616 moppuvagn

Fata fyrir hreint vatn 16 L
Fata fyrir óhreint vatn 16 L
Aukafata 5 L
Moppupressa Fyrir allar moppur
Stærð 680 x 510 x 1020mm
Hjól 4×75 mm